Hvítlauks- og kóríandernaan

Ó, Guð hvað ég elska naanbrauð. Þetta er eiginlega orðið þannig að ég er farin að elda eitthvað indverskt bara til að fá afsökun til að baka naan… í þetta skiptið var það hvítlauks- og kóríandernaan.

20130721-192145.jpg

Uppskriftin sem ég notaði er í grunnin sú sama og hér. En það sést samt á myndunum hvað þau eru orðin mun fallegri hjá mér núna – þau tókust bara eitthvað svo extra vel í þetta skipti, hvað lúkkið varðar.

Hvítlauks- og kóríandernaan
200 gr hveiti
1,5 dl volgt vatn
1 tsk ger
1 tsk sykur
1 msk smjörlíki
1 tsk hvítlaukssalt
Góð kreista af hvítlauk úr túpu (eða bara 2 pressaðir/rifnir hvítlauksgeirar)
1 msk smátt saxað ferskt kóríander
50 gr brætt smjörlíki (ég nota örugglega meira en 50 gr!)

Setjum vatn, sykur og ger í skál og leyfum gerinu að vakna. Eftir 10 mínútur ætti að vera farið að freyða í skálinni. Þá blöndum við hveitinu, saltinu, hvítlauknum og kóríandernum saman við og hrærum saman þar til þetta hefur að mestu blandast. Þá þarf að bæta við matskeið af smjörlíki og hnoða þar til slétt og fellt.

Athugið að bæta meira hveiti við ef deigið er of blautt, annars verður mjög erfitt að vinna með deigið.

Setjið í skál með plastfilmu yfir og látið hefast á hlýjum stað í 1-1,5 klst.

Þessu deigi skipti ég í 8 jafna hluta, og flet hverja kúlu mjög þunnt út með fingrunum. Penslum hliðina sem snýr upp með smjörlíki og skellum brauðinu á þeirri hlið í grillið (ég nota George Foreman) og penslum þá hina hliðina. Það komast 2 brauð í einu í Formanninn. Eftir 2-3 mínútur þarf að snúa þeim við, og þá pensla ég aftur hliðina sem endar upp. Loka grillinu og tékka aftur á þessu eftir svona 2 mínútur – eða þegar ég er búin að fletja út næsta skammt og pensla hann.

Þetta er sko toppurinn! (Sælir eru einfaldir!) 🙂

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s