Túrmerik hrísgrjón

Það er svo skemmtileg tilbreyting að hafa hrísgrjónin ekki hvít(ehemm.. brún)! 🙂 Þessi túrmerik grjón hef ég gert nokkrum sinnum og finnst tilbreytingin skemmtileg – það er ekki nægilegt magn af túrmeriki til að það breyti bragðinu að nokkru nemi, en það breytir litnum – og ekki skemmir fyrir hvað þetta krydd virðist hafa góð áhrif á heilsu fólks.

20130721-192059.jpg

Það verður bara að viðurkennast að ég man ekki hvaðan ég fékk þessa uppskrift upphaflega, en svona hef ég verið að gera hana.

Túrmerik hrísgrjón
2 bollar vatn
1 bolli brún hrísgrjón
1 tsk túrmerik
1 msk smjör
Smá salt

Sjóðið saman í potti í ca 20-25 mín.

Mjög gott er að bæta 1/2 fínt saxaðri rauðri papriku saman við grjónin síðustu 5 mínútur suðutímans. Eða bæta við ca 1 dl af frosnum grænum baunum og hræra saman við rétt áður en borið fram, bara svo þær þiðni. Þetta lífgar upp á diskinn og gerir lífið skemmtilegra 🙂

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s