Kjúklingapasta frá Louisiana (Cheesecake Factory eftirherma)

Fyrir mér er það algjört möst að fara á Cheesecake Factory þegar ég kem til Bandaríkjanna. Þegar ég fann þessa uppskrift varð ég bara að prófa, og þetta var geggjað gott – og ekki spilltu fyrir allar umræðurnar um góða matinn sem við höfum fengið á Cheesecake gegnum tíðina (já, ég hef komið á Cheesecake í a.m.k. 3 borgum í Bandaríkjunum – og sé stórlega eftir því að hafa ekki farið þangað í San Francisco, þar sem staðurinn var uppi á 6 hæð með svalir þar sem sást yfir allan miðbæinn og Union Square!)

20130722-190950.jpg

Þessa uppskrift fékk ég héðan, og breytti örlítið.

Kjúklingapasta frá Louisiana
1 frekar stór kjúklingabringa
Salt
Pipar
Cajun kryddblanda (ég notaði frá McCormick – fyrst ég átti hana gat ég ekki farið að útbúa mína eigin!)
300 gr pasta (ég kýs heilhveitipasta)
1 msk smjör
1/2 stór rauð paprika
1/2 stór græn paprika (eða heilar litlar, þetta er bara það sem ég notaði)
Nokkrir sveppir
1/2 laukur
3/4 tsk maldon salt
Svartur pipar
1/2 tsk hvítlauksduft
1/2 tsk Cajunkryddblanda
Smá Cayenne pipar
1 og 1/2 bolli matreiðslurjómi
1 msk maísmjöl (Maizena)
1 msk vatn
3 stilkar af vorlauk

Brytjið kjúklingabringuna og steikið með smá olíu, salti, pipar og vel af Cajunkryddblöndunni, þar til gegnsteiktir. Leggið til hliðar. Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakka.

Hitið smjörið á pönnu, og steikið grænmetið á pönnunni. Kryddið með salti, pipar, Cajunkryddblöndu og Cayenne. Látið steikjast þar til grænmetið er farið að mýkjast. Bætið matreiðslurjómanum á pönnuna. Hrærið saman maísmjölinu og vatninu í skál, og hellið á pönnuna þegar sósan er byrjuð að krauma. Látið krauma þar til sósan hefur þykknað, það tekur u.þ.b. 5 mínútur.

Bætið kjúklingnum út í og leyfið honum að hitna í gegn. Bætið vorlauknum út á og athugið hvort sósan þurfi meira krydd. Setjið pastað í skál og hellið sósunni yfir.

Berið fram, gjarnan með hvítlauksbrauði 🙂

Mmm.. og nú langar mig á Cheesecake!

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s