Teriyaki kjúklinganúðlur

Vá, þvílík hamingja í einum diski af núðlum! Systir mín benti mér á þennann, og hann er alveg dúndur góður! Og, til að gera gott betra: tók mig 20 mínútur frá upphafi til enda að gera hann klárann. Ójá.

20130717-182827.jpg

Uppskriftin er upphaflega fengin héðan, eða ætti maður kannski að segja hugmyndin? Ég a.m.k. breytti henni töluvert.

Teriyaki kjúklinganúðlur
250 gr eggjanúðlur
2 kjúklingabringur
1/2 rauð paprika
3 vorlaukar
1/4 bolli teriyaki sósa (ég notaði La Choy)
1 msk sojasósa
(Og svo er auðvitað hægt að setja hvaða grænmeti sem er í þetta!)

Sjóðið núðlurnar eftir leiðbeiningum á pakka. Brytjið kjúklinginn, paprikuna og vorlaukana. Steikið kjúklinginn á pönnu, setjið til hliðar. Steikið svo grænmetið í 1-2 mínútur, bætið kjúklingnum, teriyaki sósunni og sojasósunni út á pönnuna og náið upp hita.

Setjið núðlurnar í skál og hellið sósunni yfir. Hrærið í og berið fram.

Og ég bara verð að segja það: Þetta var geggjað gott! 🙂

Verði ykkur að góðu!

Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s