Kornflexmarengs

Þessi marengsterta var líka á boðstólnum í afmæli dóttur minnar um daginn. Hún vakti mikla lukku, enda algjör bomba! Þvílíkt sæt og góð 🙂

20130630-150852.jpg

Kornflexterta
4 eggjahvítur
200 gr sykur
2 bollar kornflex
1 tsk lyftiduft

Stífþeytið eggjahvítur og bætið svo sykrinum og lyftiduftinu hægt og rólega saman við. Þeytið áfram þar til sykurinn hefur leyst upp.  Blandið kornflexinu rólega saman við með sleikju.

Setjið álpappír í 2 24 cm form og skiptið deiginu jafnt á milli. Bakið við 130° í ca klst. Látið kólna vel.

Losið álpappírinn varlega frá marengsinum með því að toga í brúnirnar á honum báðu megin við marengsinn í einu.

Krem
4 eggjarauður
4 tsk flórsykur
100 gr suðusúkkulaði
1/2 l rjómi

þeytið saman eggjarauður og flórsykur, meðan þið bræðið súkkulaðið. Eggjarauðurnar ættu að verða þykkar og ljósar, en þá er kominn tími til að bæta súkkulaðinu út í. Þeytið vel, og setjið til hliðar

Léttþeytið 1/2 l af rjóma, bætið svo súkkulaðiblöndunni saman við og þeytið þar til stíft.

Setjið helminginn af kreminu á neðri botninn, efri botninn á og restina af kreminu ofan á hann. Skreytið að vild, með ferskum berjum eða kókosflögum 🙂

Verði ykkur að góðu!

 

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Kornflexmarengs

  1. magneav sagði:

    Nota þessa á eftir 😀

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s