Hlynsíróps- og möndlumúslí

Heimagert múslí er að verða mitt uppáhald! Það er ekkert smá gaman að útbúa eitthvað svona bragðgott og hollt og gott heima hjá sér, á „no-time“.

20130716-124411.jpg

Uppskriftin kemur héðan, en ég breytti henni örlítið að okkar smekk. Við erum t.d. ekkert voðalega hrifin af möndlum og hnetum, þannig ég ákvað að nota möndlumjöl sem ég átti til í staðinn fyrir heilar möndlur.

Hlynsíróps- og möndlumúslí
2 bollar hafrar
4 msk möndlumjöl
2 kúffullar msk hveitikím
Smá salt
2 msk púðursykur
3 msk hlynsíróp (maple syrup)
2 msk olía (ég notaði nú bara isio4)
2 msk agavesíróp
1 tsk vanilla
Rúsínur eftir smekk

Blandið þurrefnunum saman í skál (nema rúsínunum), og vökvanum í aðra. Hellið vökvanum yfir þurrefnin og hnoðið saman með hreinum höndum. Leggið á smjörpappír á bökunarplötu og bakið við 150° í 20-30 mínútur, takið út þegar það verður gullið.

Kælið vandlega og blandið rúsínum saman við. Geymið í vandlega lokuðu íláti.

Þetta er alveg rosalega gott múslí, og maður gæti sko vel notað þetta sem snakk yfir sjónvarpinu! Ég er ekki að grínast 🙂

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s