Kryddkaka

Þessa köku gerði amma alltaf þegar ég var lítil. Af og til fæ ég alveg svakalega löngun í hana, og núna var komið að því. Þótt hún líti nú kannski ekkert merkilega út, þá er hún voða voða góð 🙂

20130630-151331.jpg

Kryddkakan hennar ömmu
250 gr smjörlíki
200 gr sykur
4 egg
250 gr hveiti
2 tsk lyftiduft
3-4 tsk brúnkökukrydd
4 msk mjólk

Hrærið saman smjörlíki og sykri og bætið svo eggjunum við einu í einu og hrærið vel á milli. Setjið restina af hráefnunum saman við og hrærið þar til hefur blandast vel.

Skiptið deiginu í 2 smurð 24 cm form og bakið við 180° í ca 20 mín.

Kælið kökuna, útbúið glassúr (flórsykur, kakó og kaffi) og setjið á neðri botninn. Ofan á glassúrinn fer svo 1/4 l þeyttur rjómi, hinn botninn og svo meiri glassúr. Skreytið með skrautsykri 🙂

mm… njótið 🙂

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s