Mokkamarengs

Og enn blogga ég um veitingarnar síðan í afmælinu um daginn!

Mér fannst ég alltaf vera að bjóða upp á sömu marengsana í veislum, þannig ég tók mig til og fann mér tvær nýjar marengsuppskriftir sem ég hafði ekki prófað. Og hér kemur önnur þeirra, mokkamarengs – upprunalega uppskriftin hét kaffimarengs, en mér finnst ekki vera nógu afgerandi kaffibragð af henni, þannig ég ætla að kalla hana mokkamarengs 🙂

20130702-213943.jpg

Uppskriftin kemur héðan, en ég breytti henni aðeins. Í staðinn fyrir að baka tvo hringlótta botna bakaði ég bara eina ofnskúffu, skar hann í tvennt og lagði hann saman.

Mokkamarengs
Botnar:
5 eggjahvitur
200 gr sykur
1/2 tsk lyftiduft

Stífþeytið eggjahvíturnar, bætið sykrinum og lyftiduftinu smátt og smátt út í og þeytið þar til sykurinn er uppleystur (eða nánast a.m.k.). Dreifið á bökunarplötu (með smjörpappír!) og bakið í 75 mín við 130°.

Krem:
70 gr lint smjör
4 msk sykur
5 eggjarauður
1 tsk neskaffi
70 gr suðusúkkulaði

Þeytið sykur og smjör saman, bætið svo eggjarauðunum við einni í einu, þeytið vel á milli. Setjið svo neskaffið út í kremið og þeytið þar til uppleyst. Að lokum fer bráðið suðusúkkulaði í hræruna. (Ég kaus að bræða það, frekar en að setja það brytjað eins og stóð í upprunalegu uppskriftinni).

Setjið kremið á neðri botninn, svo hálfan líter af rjóma og hinn botninn ofan á. Ef það er eitthvað krem eftir er fínt að nota það til að skreyta kökuna aðeins að ofan.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s