Létt tómattúnfiskpasta

Yndislega létt og sumarlegt túnfisk-tómat-pasta. Ekki veitir af að hafa sumarlegan mat á kvöldin, það er ekki eins og veðrið sé mikið að sýna sínar sumarlegustu hliðar.

Ókei, ég geri mér grein fyrir að þessi mynd sýnir aðallega pasta, með smá túnfisk. En þetta er gott – í alvöru 🙂

20130711-184204.jpg

Uppskriftin var fengin héðan. Ég breytti henni lítillega og minnkaði hana, þar sem við vorum bara tvö fullorðin, eitt barn sem var að jafna sig eftir gubbu og eitt… jahh, sem kýs að borða sem minnst. Við áttum líka smá afgang 🙂

Tómattúnfiskpasta
250 gr brúnt pasta
olía
1/3-1/2 laukur
200 gr (ca 3 stk) tómatar
1 dós túnfiskur í vatni
2 hvítlauksgeirar
Salt & pipar
Kryddjurtir – þurrkaðar eða ferskar, að smekk (ég notaði rósmarín, steinselju og smá ferskan graslauk)

Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakka. Brytjið laukinn og tómatana smátt, rífið hvítlaukinn. Steikið laukinn, tómatana og hvítlaukinn á pönnu, látið malla í ca 10 mínútur. Bætið kryddjurtum, salti, pipar og túnfisk út í og hitið. Blandið pastanu saman við sósuna og berið fram, gjarnan með parmesan og hvítlauksbrauði 🙂

Þetta er ótrúlega einfaldur og fljótlegur réttur. Ekki skemmir fyrir að hann er gríðarlega bragðgóður – og ódýr! 🙂

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s