Vínarbrauð

Um helgina sultuðum við úr tveimur kílóum af rabarbara. Og við eigum ennþá nokkrar krukkur síðan á síðasta ári. Þá þýðir ekkert annað en að fara að baka 🙂

20130708-073940.jpg

Við hentum þessvegna í eina uppskrift af vínarbrauðum á sunnudagsmorguninn, og það er svo fáránlegt hvað þau eru góð! Þetta er svo ótrúlega einfaldur bakstur, og tekur alls ekki langa stund (nema fyrir þær sakir að uppskriftin er stór), en verðlaunin eru geggjuð!

Vínarbrauð
1 kg hveiti
400 gr sykur
310 gr smjörlíki
7 tsk lyftiduft
4 egg
1 tsk kardimommudropar
1-2 dl mjólk
Rabarbarasulta

Setjið allt í hrærivélina nema sultuna (fyrst bara 1 dl af mjólk) og hnoðið saman. Bætið við mjólk ef þarf, en það verður erfiðara að vinna með deigið ef það er mjög blautt.

Skiptið deiginu í 8 hluta, og fletjið út, frekar þunnt (ca 4-5 mm) og skerið til í ferhyrning, ca 15×30 cm. Smyrjið rabarbarasultu á miðjan ferhyrninginn og brjótið svo kantana inn að miðju. (Í „gamladaga“ notaði mamma alltaf hálfa uppskriftina í vínarbrauð, og hinn helminginn í kanilsnúða – það er líka mjög sniðugt, en ég var að nýta sultuna!)

20130708-073948.jpg

Færið varlega yfir á bökunarplötu (ég kom 3 lengjum á plötu) og bakið við 180° í ca 20 mínútur.

Leyfið lengjunum að kólna og smyrjið svo á þær glassúr (eða súkkulaði, eftir smekk). Látið þorna og skerið svo í sneiðar.

Glassúr: blandið saman flórsykri (ég notaði tæpan pakka) og kakói og bleytið svo upp í með kaffi þar til nógu þunnt til að smyrja á vínarbrauðin. Smakkið til og bætið meira kakói í ef bragðdaufur 🙂

Ég fékk 11 lengjur út úr uppskriftinni, en þessi brauð þola vel frost, þá þarf bara að taka þau úr frosti ca 30 mín áður en þau eiga að vera á boðstólnum. Þær lengjur sem fara í frost sker ég í tvennt, pakka í nestispoka og bind vel fyrir.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s