Tortillarúllur með skinku og fetaosti

Í afmælisveislu dóttur minnar gerði ég það sem ég gat til að þurfa ekki að vera með heita brauðrétti – við búum ekki í mjög stórri íbúð, og það verður óumflýjanlega alltaf nógu heitt þegar það koma rúmlega 20 manns í heimsókn – og þá er algjör óþarfi að vera líka með ofninn í gangi. Sérstaklega á sumrin. (Mér reyndar tókst það ekki, þar sem á síðustu stundu ákvað ég að bjóða upp á heita karamellubrownie, og ofninn var því heitur hvort eð var.. ojæja)

20130630-150926.jpg

En, í staðinn fyrir að vera með heita brauðrétti þá setti ég saman þessar tortillarúllur, ásamt BLT-tortillarúllunum sem ég póstaði fyrir helgi.

Tortillarúllur með skinku og fetaosti
6 tortillakökur (ég notaði þessar í gulu pökkunum í bónus, og komst að því að það er miklu auðveldara að rúlla þeim upp en Santa Maria kökunum sem ég kaupi venjulega)
1 pakki skinka
1/2 krukka fetaostur (Ég notaði Bónus fetann)
kál
ca 6 msk majones

Takið fetaostinn á disk og stappið með gaffli. Hafið slatta af olíunni á ostinum svo það sé auðveldara að stappa ostinn og vinna með hann.

Setjið plastfilmu undir eina tortillaköku, smyrjið hana með ca. matskeið af majonesi. Leggið tvær skinkusneiðar á kökuna, dreifið svo feta og káli yfir. Passið ykkur að hafa ágætan kant á kökunni öðru megin þar sem engin fylling er nema majones, því annars verður andskotanum erfiðara að rúlla þeim fallega saman.

Rúllið rúllunni upp, og pakkið plastinu þétt utan um hana. Endurtakið með hinar kökurnar 😉

Geymið í ísskáp í nokkra klukkutíma eða yfir nótt, og skerið svo í bita.

Verði ykkur að góðu 🙂

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s