Kryddbrauð / Kryddkaka

Ég er nú bara svo undarleg að mér finnst kryddbrauð best ef ég fæ að borða það eins og köku – ég þarf ekkert smjör og ost eða annað álegg. Ég var að leyta mér að einhverri góðri uppskrift að kryddbrauði sem væri vel til þess fallið að borða eins og köku, þegar ég rakst á uppskrift hjá Eldhússögum sem kallaðist kryddkaka – það hlaut nú að vera eitthvað sem myndi henta mér!

image

Þegar við ákváðum svo að fara að njóta veðurblíðunnar í Kjarnaskógi ákvað ég að henda snöggvast í þessa uppskrift. Uppskriftin er fengin héðan, og gerir tvær kökur.

Kryddkaka, 2 stk.
150 gr púðursykur
150 gr sykur
250 gr smjör
3 egg
500 gr hveiti
2 tsk matarsódi
2 tsk kanill
2 tsk negull
2 tsk vanillusykur
2 dl mjólk

Ég byrjaði að hræra saman sykur og smjör og bætti svo eggjunum við einu í einu og hrærði vel á milli. Svo setti ég restina af hráefnunum saman við og hrærði þar til vel blandað. Þessu skipti ég í tvö formkökuform og bakaði við 180° í ca 50 mín.

Þessar kökur eldast rosalega vel. Við bökuðum þær á sunnudegi, og þær voru ennþá nánast eins og nýjar á fimmtudegi. Og góðar hvort heldur sem er borðaðar sem kökur eða kryddbrauð 🙂 Akkúrat uppskriftin sem hentar okkur, ég borða þetta sem köku og maðurinn minn sem kryddbrauð – og allir sáttir 🙂

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Mynd | Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s