BLT tortillarúllur

Tortillarúllur  eru býsna skemmtilegt fyrirbæri. Það er hægt að gera svo margs konar fyllingar að ég bara stend á gati! En, ég gerði tvær tegundir fyrir afmælisveisluna um daginn, og hér kemur fyrri tegundin.

20130630-151017.jpg

BLT-Tortillarúllur
1 pakki beikon (ca 200 gr – meira eftir smekk)
2 vel þroskaðir tómatar
Kál
Majones
4 stórar tortillakökur

Steikið beikonið og þerrið af því fituna. Mér finnst best að leggja beikonið á álpappír í bökunarskúffu og steikja í ofninum við 180° í ca 10 mín, eða þar til það er orðið krispí og fitan drýpur. Þá tek ég það út, skelli sneiðunum á eldhúsbréf og þerra duglega. Þá verða þær krispí og girnó þegar þær kólna. Brytjið beikonið frekar fínt.

Takið tómatana og takið innan úr þeim. Skerið þá í litla bita. Skerið niður kál, einnig frekar fínt.

Rífið plastfilmu og leggið á bretti. Leggið tortillaköku ofan á filmuna, smyrjið með ca matskeið af majonesi. Dreifið yfir beikoni, káli og tómötum, en bara yfir svona 2/3 af kökunni, svo þið hafið smá kant upp á að hlaupa. Rúllið tortillakökunni upp þannig að þið endið á kantinum sem er ekki með fyllingu.  Lokið rúlluna þétt inni í plastfilmunni. Endurtakið – haha. Geymið í ísskáp í nokkra klukkutíma eða allt upp í sólarhring. Skerið í bita og berið fram 🙂

Verði ykkur að góðu 🙂

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við BLT tortillarúllur

  1. Bakvísun: Tortillarúllur með skinku og fetaosti | Tilraunaeldhúsið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s