Karamellu brownie

Ókei, sumt er geggjaðra en annað. Þetta er eitt af því. Heit Brownie með bráðinni karamellu í, karamellufylltu súkkulaði ofan á og karamellusósa yfir allt saman! Berist fram með rjóma, og helst ís og… síðan ekki söguna meir.

20130630-192307.jpg

Ég bar þessa fram í afmæli dóttur minnar, var bara með rjóma með henni þar, en hún kláraðist. Ég sver það, það var búið að sleikja fatið þegar ég leit ofan í það!

Uppskriftin/hugmyndin er fengin héðan. En, þegar heimagerða salta karamellan var tilbúin fannst mér hún vond. Þannig ég var ekki að fara að baka úr henni. Þá brá ég bara á það ráð að kaupa nokkrar rjómakaramellur úr nammibarnum í hagkaup, eitt 100 gr pipp með karamellufyllingu og eina flösku af heitri karamelluíssósu.

Karamellubrownie
85 gr 56% súkkulaði (Frábært – ein rönd eftir til að narta í við baksturinn!)
115 gr smjör
200 gr sykur
2 egg
1 tsk vanilludropar
Smá salt
85 gr hveiti
ca 50 gr rjómakaramellur
100 gr karamellufyllt pipp
Heit karamelluíssósa (óþarfi að hita hana samt)

Bræðið smjör og súkkulaði saman þar til slétt og fellt. Hrærið sykrinum saman við og svo öðru egginu í einu. Bætið salti og hveiti saman við og hrærið varlega saman með sleikju.

Ég var með Góu rjómakaramellur, og skar hverja um sig í 3 bita (mætti alveg skera hana í fleiri bita). Blandið svo karamellunum saman við deigið og breiðið deigið í form. Bakið við 175° í 25-30 mínútur, eða þar til þið getið stungið tannstöngli í kökuna og hann kemur nokkuð hreinn upp úr.

Meðan kakan bakast þarf að brytja pippið, og þegar hún kemur út dreifa pippinu yfir hana. Kreistið svo ágætis skammt af karamellusósu yfir dýrindið og berið fram.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Karamellu brownie

  1. Bakvísun: Tortillarúllur með skinku og fetaosti | Tilraunaeldhúsið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s