Vanilla Latte bollakökur

Við héldum upp á tveggja ára afmæli yngri dóttur okkar um helgina, þannig nú fara að hrúgast inn póstar með allskonar góðgæti! Engin hollusta hér á bæ.. En, nú eru 7 mánuðir þar til einhver á heimilinu á afmæli aftur, þannig við kannski getum farið að hugsa um eitthvað aðeins hollara – hehe 🙂

20130630-151055.jpg

Uppskriftina að þessum kökum fann ég á síðunni hjá Annie’s eats. Kremið hinsvegar kemur frá mér. Í uppskriftinni var talað um expressó duft, en ég hef hvergi fundið það (veistu hvar ég fæ það?), svo ég notaði bara örlítið rúmlega af instant kaffidufti.

Vanilla Latte Bollakökur
170 gr ósalt smjör
300 gr sykur
3 stór egg
280 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt (ég notaði aðeins minna af því ég átti bara saltað smjör)
1,5 msk instant kaffiduft (ég muldi instantkaffið bara mélinu smærra og mældi það svo)
1/2 bolli sterkt kaffi
1/4 bolli buttermilk (ca 1 tsk sítrónusafi eða edik í 1/4 bolla og fyllt upp með mjólk)
2 msk kaffilíkjör (ég notaði kahlúa)

Byrjið á því að útbúa buttermilkið: 1 tsk sítrónusafi í 1/4 bolla og fyllið upp í með mjólk. Látið standa. Hrærið saman smjör og sykur, og bætið svo eggjunum saman við einu í einu og hrærið vel á milli. Blandið lyftidufti, salti og instantkaffi við hveitið, og blandið öllum vökvanum saman í aðra skál.

Setjið 1/3 af þurrefnunum saman við smjöreggjahræruna og hrærið þar til hefur blandast. Setjið síðan 1/2 af vökvanum saman við og hrærið þar til samlagað. Endurtakið þar til allt er komið í hrærivélina og deigið orðið slétt og fellt.

Skiptið deiginu í bollakökuform (ég notaði íslensk gamladaga möffinsform og fékk 30 kökur), fyllið formin upp að 2/3 og bakið við 180° í 15-20 mínútur. Til að fá þær kúptar og þrýstnar er best að hafa bollakökuformin í sílíkon- eða málmformi til að halda betur við.

Látið kólna.

Kremið
250 gr smjörlíki (ég átti ekki smjör!)
300 gr flórsykur
1 tsk vanilludropar
4 msk rótsterkt kaffi

Þeytið saman smjör og flórsykur þar til mjúkt. Bætið saman við vanilludropunum og þeytið. Ég notaði bara instantkaffi í kremið, útbjó það þrisvar sinnum sterkara en sagði á krukkunni: í staðinn fyrir að setja 1 tsk af kaffi út í bollann setti ég 3. Og aðeins minna vatn. Hehe 🙂

Bætið kaffinu við kremið, einni skeið í einu og þeytið vel á milli. Smakkið til, það ætti að vera hálfgert mokkabragð af kreminu, mjög dauft kaffibragð. (Þetta krem er ótrúlega gott smjörkrem – afhverju ætli mér hafi ekki dottið í hug að setja kaffi í smjörkrem áður?!)

Sprautið eða smyrjið kreminu á kökurnar og setjið eina Malteserskúlu á toppinn á hverri (eða súkkulaðihúðaðar kaffibaunir.. eða bara það sem ykkur dettur í hug!).

Verði  ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s