Sandkaka

Ég er alveg með formkökur á heilanum þessa dagana. Langar helst að baka þær allar! Ég ákvað að byrja alveg beisik og baka sandköku. Þessi kaka var rosalega góð volg nýkomin úr ofninum, en var samt ekki alveg það sem ég var að leita að (Skrítið að maður sé að leita að þurrari köku!). Leitin heldur áfram – en ég verð samt að dást að þessari. Allavega öfunduðust kallarnir í vinnunni hjá manninum mínum nógu mikið út í hann – í 4 daga í röð! 🙂

20130603-204840.jpg

Uppskriftin er fengin héðan.

Sandkaka
220 gr sykur
220 gr smjörlíki
4 egg
240 gr hveiti
1/2 tsk lyftiduft
1 tsk vanilludropar

Hrærið saman sykur og smjörlíki, bætið eggjum við einu í einu og hrærið vel á milli. Setjið restina saman við og hrærið þar til hefur blandast vel. Bakið í formkökuformi við 180° í ca klst.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s