Dúnmjúk krönsbomba (No-bake cake)

Þessa uppskrift fann ég í uppskriftamöppunni hjá tengdó þegar ég komst í hana um daginn, og ég bara varð að prófa! Ég útbjó hana sem eftirrétt eftir grillið á 17. júní, og ég verð nú að segja að hún bragðaðist mjöög vel!

Þetta er rosalega fljótlegur eftirréttur og einfaldur. En, hann er sko ekki verri fyrir vikið!

image

Þessi uppskrift er samt rosalega stór, þykir mér, en við vorum 5 fullorðin og borðuðum ekki helminginn af kökunni – og það var sko ekki afþví hún var ekki góð.

Dúnmjúk krönsbomba
Kakan
1 bolli púðursykur (mætti alveg minnka þetta, 1/2-3/4 bolli er held ég alveg nóg!)
1,5 bolli rice krispies
0,5 bolli grófmulið kornflex
0,5 bolli kókosmjöl
0,5 bolli haframjöl
0,5 bolli súkkulaði, brytjað (ég notaði súkkulaðispæni)
100 gr íslenskt smjör

Hrærið öllum þurrefnum saman, bræðið smjörið og setjið saman við. Hnoðið saman með höndunum og þjappið í fat.

Kremið
3 eggjarauður
3 msk flórsykur
100 gr suðusúkkulaði
0,5 l rjómi

Þeytið saman eggjarauður og flórsykur meðan þið bræðið súkkulaðið. Þeytið súkkulaðið saman við. Setjið súkkulaðiblönduna til hliðar, meðan þið þeytið rjómann. Þegar rjóminn er léttþeyttur, bætið súkkulaðiblöndunni út í rjómann og þeytið örlítið áfram. Dreifið yfir botninn, skreytið með smá kókosmjöli.

Kælið í stutta stund áður en þið berið fram.

Njótið! Og hún er ekki verri daginn eftir 🙂

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Dúnmjúk krönsbomba (No-bake cake)

  1. Bakvísun: Döðlu og ólífupestó | Helga Sigurrós

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s