Beikon nachos ídýfa

Jæja – Tilraunaeldhúsið er komið á Facebook. Ég bara trúi þessu varla 🙂

Endilega lækið síðuna ef þið eruð ekki búin að því, og þið hin; takk fyrir öll lækin 🙂

Vinkona mín póstaði þessari uppskrift á síðuna hjá sér, og ég varð að prófa. Þegar önnur vinkona mín, sem elskar ost og heitar nachos dýfur kom í heimsókn, þá var slegið til!

(ókei, ég verð að viðurkenna að þetta er held ég versta myndin sem hefur ratað hingað inn, en ég bara get ekki þagað yfir þessu lengur! Þessi mynd samt sýnir það á ótrúlega crude máta hvað þessi ídýfa er ooey-gooey-dásamleg! Ég áskil mér samt rétt til að setja nýja mynd síðar!)

20130512-095016.jpg

Uppskriftin er fengin héðan, en minnkuð.

Beikon nachos ídýfa
100 gr salsasósa
70 gr rjómaostur
3-4 beikonsneiðar
40 gr rifinn piparostur
40 gr rifinn mexíkóostur
Rifinn ostur

Hrærið saman rjómaosti og salsasósu, rífið (eða skerið fínt) niður ostana og blandið þeim saman við. Steikið beikonið (ég mæli með að gera það á plötu í ofninum) og þerrið vel með eldhúsbréfi. Brytjið það smátt niður og hrærið saman við ídýfuna. Setjið í eldfast mót og ost yfir og hitið í ofninum við 175° þar til heit og farin að krauma smá, held hún hafi verið inni í ca 20 mínútur.

Berið fram með nachos og njótið!

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Beikon nachos ídýfa

  1. Bakvísun: Beikon nachos ídýfa – Uppskrift ‹ Hún.is

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s