Súkkulaðimarengsbomba

Ég er eiginlega bara hissa á að ég hafi ekki verið búin að deila þessari á síðunni fyrr, en þetta var tertan í afmæli dóttur minnar í vor sem kæmist næst því að kallast hnallþóra. Þetta var nú bara terta sem ég hristi fram úr erminni, en mig hafði lengi langað að búa til einhverskonar svona súkkulaðimarengsbombu. Og hún borðaðist sko ekki lítið vel!

20130414-201830.jpg

Súkkulaðimarengsbomba

Marengs
4 eggjahvítur
200 gr sykur
100 gr súkkulaðispænir

Stífþeytið eggjahvítur, bætið sykrinum út í í slöttum og þeytið vel. Blandið súkkulaðispæninum vandlega saman með sleif. Teiknið 24 cm hring á smjörpappír (23 cm væri nóg, afþví marengs stækkar við bakstur, eða teikna 24 cm og ekki fylla alveg út í hringinn), dreifið úr deiginu á hringinn og bakið við 130° í ca klst.

Súkkulaðikökubotn (Djöflaterta úr Kökubók Hagkaups – bara hálf uppskrift)
75 gr sykur
75 gr púðursykur
60 gr smjörlíki
1 egg130 gr hveiti
1/4 tsk salt
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk lyftiduft
20 gr kakó
1 dl mjólk

Hrærið saman sykur, púðursykur og smjörlíki, bætið svo egginu saman við. Hrærið vel, og bætið svo rest út í, og hrærið þar til deigið er jafnt og fallegt. Bakið í 24cm formi við 180° í ca 25 mín (eða þar til tannstöngull sem er stungið í kökuna kemur hreinn út).

Krem
0,5 dl rjómi
1 poki fílakaramellur
og að auki, 0,45 l rjómi, þeyttur.

Bræðið saman yfir vægum hita 0,5 dl rjóma og 1 poka af fílakaramellum (í guðanna bænum takið samt utan af þeim fyrst!). Hrærið þar til slétt.

Samsetningin er einföld:
Kökubotninn, helmingurinn af þeytta rjómanum, marengsinn, restin af rjómanum og kremið. Látið standa í ísskáp í nokkrar klukkustundir áður en borið fram, eða yfir nótt.

Verði ykkur að góðu!

 

 

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Súkkulaðimarengsbomba

  1. Sveinbjörg sagði:

    Nahammmm!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s