Kjúklinga-pítu-samloka

Mig langaði svo í einhverskonar pítu, en samt ekki þessa hefðbundnu, og alls ekki fulla af rosalega feitri og hitaeiningaríkri sósu – það er ekkert sumarlegt við það! Þessi var rosalega fljótleg og ekki skemmdi bragðið og hollustan fyrir – en ég gerði skyssu! Ég keypti fínt pítubrauð – það hefði ég aldrei gert nema fyrir slysni.

20130622-200141.jpg

Sumarleg kjúklingapítusamloka f. 2
2 pítubrauð
vel af káli, t.d. íssalati eða lambhagasalati
Tzatziki sósa (þessi hér)
1 kjúklingabringa
Kreóla kryddblanda (en auðvitað er mögulegt að nota hvað sem er!)
Fetaostur (ég notaði Bónus fetann)
Smá olía

Ég tók kjúklingabringuna og klauf hana í tvennt, þannig úr urðu tvær þunnar bringusneiðar. Þær lagði ég á skurðarbrettið og breiddi plastfilmu yfir og lamdi þær aðeins (með kökukeflinu!) til að ná þeim þynnri. Svo setti ég þær í skál með 1 tsk af kreólakryddblöndunni og ca 2 msk olíu, velti þeim vel og lét standa í ca 30 mín (getur alveg staðið lengur sko!).

Þegar komið var að eldamennsku skellti ég bara bringusneiðunum í George Foreman í nokkrar mínútur meðan ég klauf pítubrauðin, skar kál og feta og gerði allt klárt. Það er alveg ótrúlegt hvað kjúklingur er fljótur að verða til í George Foreman, og hvað hann verður safaríkur!

Svo var hún bara sett saman: brauð, kál, vel af tzatziki, bringa, fetaostur og seinni brauðhelmingurinn.

Þetta var sko ekki máltíð af verri endanum!

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Kjúklinga-pítu-samloka

  1. Sveinbjörg sagði:

    Girnó 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s