Mintuísterta

Við hlið súkkulaðiístertunnar í útskriftarveislunni var þessi mintuísterta. Það er alveg ótrúlega gott að fá sér smá mintuís með súkkulaðiísnum – mintuís er líka svo sumarlegur 🙂

20130616-123223.jpg

Ég fylgdi í rauninni engri uppskrift við að gera þennan ís, bara smakkaði mig til!

Piparmyntuís
4 eggjarauður
4 msk sykur
3 tsk piparmyntudropar (ég notaði frá Kötlu)
Nokkrir dropar af grænum matarlit
4 dl rjómi
4 eggjahvítur
150 gr gróft brytjað suðusúkkulaði
1 pakki Remi súkkulaðikex

Þeytið saman eggjarauður og sykur, þar til ljóst og létt. Bætið við piparmyntudropunum og græna matarlitnum. Setjið til hliðar.

Léttþeytið 4 dl af rjóma, og blandið við grænu blönduna og suðusúkkulaðið í stórri skál.

Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim saman við græna rjómann, þar til þær hafa blandast vel. Setjið í formkökuform og frystið.

Þegar ísinn er frosinn má hvolfa honum á disk, og brytja gróft yfir hann einn pakka af Remi súkkulaðikexi.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s