Súkkulaðiísterta

Sem eftirrétt í útskriftarveislunni minni var ég með tvenns konar heimagerðar ístertur. Það verður  nú bara að segja að þessi súkkulaðiísterta sló í gegn, og hún er sannkölluð hátíðarísterta.

20130616-123145.jpg

Uppskriftina fann ég á síðu Innness, en breytti henni örlítið.

Toblerone-ísterta
Botn
170 gr hafrakex
2 msk púðursykur
2 msk bökunarkakó
80 gr brætt smjör

Ís
4 eggjarauður
4 msk sykur
225 gr Toblerone
3-4 msk rjómi
4 dl rjómi
4 eggjahvítur

Skraut
100 gr Toblerone
1/2 poki Maltesers

Myljið hafrakexið fínt og blandið við kakóið og púðursykurinn. Bætið smjörinu út á og blandið vel. Takið 26 cm smelluform, klippið til smjörpappír og leggið í botninn á því. Leggið blönduna á smjörpappírinn og þjappið vel og jafnið.

Þeytið saman eggjarauðurnar og sykurinn meðan þið bræðið Toblerone-ið og 3-4 msk af rjóma saman. Þegar súkkulaðið er bráðið er því bætt ofan í með eggjarauðunum og sykrinum og þeytt saman. Leggið til hliðar. Léttþeytið rjómann og blandið svo súkkulaðisoffunni vandlega saman við með sleif. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið varlega saman við rjóma-súkkulaðiblönduna, þar til þær hafa samlagast vel. Hellið blöndunni yfir botninn, sléttið úr og frystið.

Þegar tertan er frosin er hún skreytt með grófbrytjuðu Toblerone og Malteserskúlum sem hafa verið skornar í tvennt.

Takið úr frysti stuttri stund áður en hún er borin fram.

Hún er alveg mergjuð þessi – það voru ekkert smá margir að dásama hana! Maðurinn minn var svo glaður þegar hann komst að því að hálf seinni tertan var eftir þegar veislan var búin 🙂

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Súkkulaðiísterta

  1. Bakvísun: Toblerone ísterta – Uppskrift ‹ Hún.is

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s