Oreo cupcakes

Ég átti afmæli um daginn og varð að sjálfsögðu að koma með einhvern glaðning handa vinnufélögunum. Ég ákvað að baka Oreo bollakökur og kaffitertuna hennar ömmu minnar.

20130616-123353.jpg

Uppskriftina að bollakökunum sjálfum fékk ég á síðunni hennar Evu Laufeyjar, en kremið kemur frá mér.

Oreo bollakökur
125 gr smjör
2 dl sykur
2 egg
1 dl mjólk
3 dl hveiti
1,5 tsk lyftiduft
1 tsk vanillusykur
50 gr mulið oreo

Þeytið smjör og sykur saman, og bætið svo eggjunum við einu í einu og hrærið vel á milli. Sigtið hveiti, lyftiduft og vanillusykur saman við, bætið mjólkinni við og hrærið. Myljið oreo gróft og bætið í deigið.

Skiptið í 12 bollakökuform og bakið við 200° í ca. 20 mínútur.

Krem
50 gr íslenskt smjör við stofuhita
0,5 bolli flórsykur
0,5 tsk vanilludropar
50 gr hvítt súkkulaði
4-5 msk rjómi
Fínmulið oreo

Þeytið smjörið og flórsykurinn saman. Bræðið súkkulaðið og bætið því og vanilludropunum út og þeytið áfram. Bætið rjómanum út í, matskeið fyrir matskeið og þeytið vel á milli.

Hreinsið kremið úr oreo kökunum og myljið nokkrar kökur (8 kökur kannski (ss. 4 samlokur)) mjög fínt. Bætið út í kremið að smekk.

Sprautið kreminu á kökurnar, skreytið með 1/4 Oreo kexköku og stráið smá af fínmuldu Oreo yfir.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Oreo cupcakes

  1. Sææll.. mig langar í þessar.. (ekki sniðugt að skoða síðuna þína svangur) ég held það verði bakað um helgina 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s