Kokteill í könnu – jarðarberja

Ég var að útskrifast á laugardaginn síðasta, og til að fagna þeim áfanga bauð ég til lítillar veislu. Meðal þess sem var í boði var þessi kokteill í könnu (bolla), sem var svo ótrúlega sætur og sumarlegur!

20130616-123036.jpg

Jarðarberja-bolla
2 dl vodki
1 dl jarðarberjalíkjör (ég notaði Bols)
1,2 l sprite
tvær góðar lúkur af frosnum jarðarberjum

Blandið öllu saman í könnu eða skál 🙂 Ég setti bara berin og áfengið í könnu og fyllti hana með sprite. Kannan er ca 1,5 l 🙂

Ég ákvað að nota frosin jarðarber í bolluna, því þau myndu, líkt og fersk jarðarber, gefa jarðarberjabragð sem kæmi ekki bara úr líkjörnum. Auk þess, þá myndu þau kæla, og því yrði engin þörf fyrir klaka sem myndu þynna bolluna.

Þessi kokteill er rosalega sætur og sumarlegur og fallegur. Og, svo ekki sé minnst á – góður og með ákaflega litlu áfengisbragði 🙂

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s