Vel heppnað popp – í hvert einasta skipti!

Poppkorn er vinsælasta snakkið á heimilinu, en það er langt langt síðan við höfum poppað í örbylgju. Sem betur fer, því svo gaf örbylgjuofninn á heimilinu upp öndina.

20130603-211737.jpg

Við eigum orðið einn pott sem kallast „popppotturinn“, jafnvel þótt hann sé notaður í margt annað en að poppa 🙂

Poppkorn
ca 0,5 dl olía
0,5 tsk poppsalt, ég nota Maxi poppsalt (eftir smekk)
1,5 dl poppmaís

Setjið olíuna og poppsaltið í pottinn og stillið helluna á mesta hita. Takið þrjár maísbaunir, setjið eina í miðjan pottinn, eina alveg út við kantinn vinstra megin og síðustu alveg út við kantinn hægra megin (þannig þær myndi beina línu þvert yfir pottinn 🙂 ). Setjið lokið á og bíðið slök þar til þið eruð búin að heyra allar þrjár baunirnar poppa. Setjið þá maísinn ofan í pottinn og látið poppa þar til verulega fer að hægja á óhljóðunum. Gott er að hrista pottinn aðeins til á hellunni einu sinni eða tvisvar.

Það verður svolítið af maísbaunum eftir í botninum, en poppið verður fallega poppað og ekki brunnið (nema þið hafið pottinn of lengi á – en það gerist þá bara einu sinni!).

Fegurðin við þetta allt saman er að maður ræður sjálfur öllu sem fer í pottinn! 🙂

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Vel heppnað popp – í hvert einasta skipti!

  1. Við eigum einmitt líka „popppott“ 😀

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s