Grillaðar harissa kjúklingabringur

Hvað er sumarlegra en grill? Og þá sérstaklega grillaður kjúklingur? Ekkert held ég.

Um helgina tók ég mig til og gerði harissa marineringu sem ég var búin að ætla að prófa lengi.

Kjúklingurinn heppnaðist svo vel, varð svo lungamjúkur og bragðgóður, aðeins sterkur, en samt ekkert of, bara rétt á meðan marineringin snerti tunguna.

Algerlega gordjöss með smá jógúrtsósu (nýju uppáhalds jógúrtsósunni minni, piparjógúrtsósu frá E. Finnsson).

20130529-172038.jpg

Uppskriftin er fengin héðan.

Grillaðar harissa kjúklingabringur f. 2
2 kjúklingabringur (þetta magn af marineringu myndi samt alveg höndla 3-4 bringur)
3 msk harissa (fæst t.d. í nettó, er svona kryddpaste í krukku frá al faez)
0,5 bolli grísk jógúrt
1 msk paprikuduft
1 tsk rifinn sítrónubörkur
1 hvítlauksgeiri, rifinn
salt og pipar

Blandið öllu nema kjúklingabringunum í skál og hrærið vel. Setjið bringurnar í marineringuna og veltið þeim til. Lokið skálinni eða setjið á hana plastfilmu og geymið í ísskáp í nokkrar klukkustundir (okkar lágu í ísskápnum í milli 4 og 5 tíma, en í uppskriftinni er talað um 3).

Þegar komið er að grillstund, þá skafið þið marineringuna utan af kjúklingnum svo hún brenni ekki. Setjið bringurnar á grillið og grillið í ca. 6 mínútur á hvorri hlið. Látið svo standa og jafna sig í smá stund áður en þið skerið í þær.

Þetta var ekkert smá mjúkur og safaríkur kjúklingur, og bragðgóður. Svolítið sterkur, en ætti ekki að gera útaf við neinn! 🙂

Þetta bar ég fram með sætkartöflustöppu, piparjógúrtsósu og salati.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s