Einfalt kalt pastasalat

Ég hef aldrei verið mikið að spá í árstíðinni þegar ég er að velta fyrir mér hvað á að hafa í matinn. Núna hinsvegar ætla ég að reyna það, ætla að reyna að vera með léttari mat og sumarlegri.

Byrjunin var á þessu fáránlega einfalda pastasalati – ef þið eigið fjölskyldu sem borðar grænmeti mæli ég með að setja meira grænmeti, en ég var að reyna að fá fólkið mitt til að borða þetta, þannig ég takmarkaði grænmetið við blaðlaukinn 🙂

20130529-172114.jpg

Hugmyndina fékk ég héðan, en breytti lítillega (notaði t.d. blaðlauk í stað vorlauks, afþví ég átti hann til – hagsýni!). Fyrir okkur fjögur, tvo fullorðna og 2 og 4 ára börn var uppskriftin svona, og nóg eftir í nesti handa kallinum.

Einfalt kalt pastasalat
200 gr pasta (vigtað þurrt)
1 dós túnfiskur í vatni
1 dós maískorn
Nokkrir cm blaðlaukur
1 vel kúfuð matskeið grísk jógúrt
2 msk piparjógúrtsósa frá E. Finnson
Svartur pipar
Nokkrir dropar olía

Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakkanum. Þegar það er soðið hellið vatninu af því og látið það kólna (ég setti það bara á lítinn bakka og dreifði vel úr því, og þar stóð það meðan við stelpurnar fórum út að leika okkur í góða veðrinu í ca klst.). Þegar pastað var orðið kalt setti ég nokkra dropa af olíu yfir það og hristi það til.

Hrærið saman grísku jógúrti og jógúrtsósu, bætið meiri svörtum pipar í ef ykkur finnst þurfa. Takið ca. helminginn af sósunni og setjið yfir pastað og hrærið í. Bætið svo túnfisk, blaðlauk og maís út á og hrærið. Gott er að bera afganginn af sósunni fram með pastanu, en með því að setja ekki of mikla sósu út á pastað fékk ég börnin til að borða – a.m.k. smá!

Þetta bar ég fram með hvítlauksbrauði og ííísköldu vatni. Ég held að sumarið sé komið!

Verði ykkur að góðu!

 

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s