Stromboli

Not your ordinary pizza!

Stromboli er í rauninni bara pizza, en í staðinn fyrir að baka hana eins og venjulega rúllar maður henni upp og bakar hana þannig.

20130414-202642.jpg

Ég notaði að sjálfsögðu þetta pizzadeig, og flatti það út aðeins þynnra en venjulega, en það verður að vera ferhyrnt.

2/3 deigsins smyr maður með pizzasósu en skilur eftir smá kant, og setur álegg að vild, best að setja töluvert vel af því, en ég komst að því að það magn af áleggi sem ég nota venjulega á pizzu var of lítið í stromboli-ið.

Í þetta skiptið var ég bara með skinku, pepperóní og papriku, en ég held það væri alveg geggjað að vera með hakk og eitthvað meira.

Þegar maður er búinn að setja vel af áleggi á þann hluta deigsins sem var smurður með pizzasósu, tekur maður 1 eggjahvítu og notar til að pensla þá deighluta sem ekki voru huldir með áleggi. Til þess að fyllingin leki ekki út, þá takið þið kantana á skammhliðunum og brjótið þá aðeins inn. Svo vefjið þið bara deiginu upp og látið samskeitin liggja á bökunarplötunni.

Penslið svo rúlluna að ofanverðu með eggjahvítunni, og stráið smá parmesan og jafnvel kryddi að ykkar smekk (ég notaði ítalska hvítlauksblöndu). Notið svo hníf til að gera örlitla skurði af og til þvert yfir rúlluna, en þó aðeins það grunna að efsta lag deigsins fari í sundur.

Þetta bakið þið við 180° í ca 20 mínútur eða þar til rúllan er orðin gullin.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Stromboli

  1. Arndís sagði:

    Úhhh, verð að prófa þetta 🙂 Gaman að breyta aðeins til!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s