Sumarfiskur

Það er sérstakt áhugamál hjá mér núna að finna uppskriftir að fiski, afþví mér finnst fiskurinn sem ég elda svo einhæfur. Mér finnst ég alltaf vera að elda það sama aftur og aftur og aftur og….

Mig langar til að grilla fisk í sumar (eða, gera fisk klárann svo kallinn minn geti grillað hann!), þannig ég er á fullu að skoða marineringar og svoleiðis, frekar en fiskrétti. Þennan prófaði ég um daginn og það er þvílíkt sumarlegt og ferskt bragðið af honum!

20130509-163750.jpg

Uppskriftin að marineringunni kemur héðan.

Sumarfiskur
750 gr hvítur fiskur
1/4 bolli olía
1/4 bolli sítrónusafi
3 msk smátt brytjað ferskt kóríander
2 hvítlauksgeirar
1 tsk paprikuduft
1 tsk salt
1/2 tsk cumin
1/4 tsk turmerik
1/4 tsk cayanne

Blandið öllu nema fisknum í skál og hrærið vel. Skerið fiskinn í hæfileg stykki og setjið í glerskál. Hellið marineringunni yfir og veltið fisknum upp úr henni. Setjið lok eða plastfilmu yfir skálina og setjið í ísskáp í 30 mínútur.

Þegar fiskurinn hefur marinerast má raða honum á bökunarplötu og baka í ofni við 160° í 15-20 mínútur, eða þar til hann er full eldaður. Ég kaus að hafa fiskinn á grind yfir steikingarbakka meðan ég eldaði hann.

Sítrónubragðið skín svolítið í gegn, en hann er rosalega sumarlegur. Ég bar hann fram með sítrónuhrísgrjónum og piparjógúrtsósu frá E. Finnsson. Bara frábærlega sumarlegt – og auðvitað ekkert mál að grilla fiskinn!

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s