Kjötveisla

Uppáhalds Dominos pizzan mín „of all times“ er kjötveislan. Alveg by far. Hakkið sem þeir Dominosmenn voru með á pizzunum sínum var besta pizzuhakk í heimi, en því miður er það eitthvað farið að dala hjá þeim. Þannig ég ákvað bara að gera mína eigin.

20130519-121025.jpg

Ég notaði þennan botn, sem er klárlega orðinn uppáhalds pizzubotninn minn!

Álegg
Nokkrar sneiðar af pepperoni
150-200 gr hakk
1 pakki skinka
Rifinn ostur
Pizzasósa

Meðan ofninn er að hita sig raða ég pepperoni-inu á bakka og set það í ofninn. Þannig lekur mikill hluti fitunnar af, og pepperoni-ið verður krispí og gott. Þegar það er aðeins farið að dökkna og verða krispí tek ég það úr ofninum og legg það á eldhúspappír og þerra vel.

Hakkið steikti ég og kryddaði með 50/50 chicken and steak seasoning og cajun kryddblöndu frá McCormick, þar til mér fannst það bragðgott.

Ég brytjaði skinkuna frekar smátt, og dreifði henni yfir pizzuna, skar pepperoni-ið í litla bita (hverja sneið í kannski 8 bita) og dreifði því yfir. Hakkið fór svo yfir allt saman og osturinn og inn í ofn.

Þetta var inni í ofni í ca 15-20 mínútur, eða þar til osturinn var orðinn gullinn.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s