Hollur súkkulaðibúðingur

Og bara býsna góður líka!

Já, hann er hollur. Og já, hann inniheldur tófú. En látið það ekki hræða ykkur, þetta var í fyrsta skipti sem ég prófaði að nota tófú í nokkuð, og það kom bara vel út. Vinkona mín sem fékk einn skammtinn af búðingnum ætlaði ekki að trúa því að þetta væri tófú! Góður búðingur, fullur af próteini 🙂

Ég var einu sinni að horfa á Rachael Ray þegar hún fékk Rocco DiSpirito í heimsókn til sín (og hann er svo sexý, að þá fyrst fer maður að horfa af áhuga!). Hann útbjó þennan súkkulaðibúðing, og hann var svo girnilegur að ég bara varð að prófa (kannski hafði sjarmi kokksins eitthvað um það að segja!). Uppskriftin kemur héðan, en ég verð nú að hafa þann vara á að ég gat ekki fylgt uppskriftinni alveg út í hörgul, þar sem við búum jú á litla Íslandi.

Hollur súkkulaðibúðingur f.4
360 gr mjúkt tófú (Fékk það í Nettó, en hef líka séð það af og til í Hagkaup)
60 gr 56% súkkulaði
2 msk bökunarkakó
2 msk agave sýróp
1 tsk instant kaffiduft
1 tsk vanilludropar
1 msk sykurlaus súkkulaðisósa eða súkkulaðisíróp (Ég fann St. Dalfour súkkulaðisósu í Nettó, en ég hef líka séð hana í Hagkaup)
Smá auka 56% súkkulaði til skrauts

Skerið tófúið niður í litla bita og látið liggja í sigti til að vökvinn leki af því. Bræðið súkkulaðið, og setjið allt í matvinnsluvél og vinnið saman. Þegar blandan er orðin slétt og mjúk er gott að smakka til, ef þyrfti að bæta við sósu, kaffi eða kakói. Skiptið búðingnum í 4 skálar og kælið. Áður en þið berið fram, rífið niður smá 56% súkkulaði yfir hvern búðing.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s