Sex on the beach!

Ég drekk voðalega lítið áfengi, bara afþví mér finnst svo vont bragð af því öllu saman. Ég og vinkona mín fengum gríðarlegan áhuga á því, í menntaskóla, að blanda kokteila og það endaði með því að við fórum til San Francisco á tveggja vikna námskeið í San Francisco School of Bartending, og útskrifuðumst báðar með toppeinkunnir, og hinar fínustu diplómur!

En því miður höfum við ekki verið nógu duglegar að drekka sjálfar það sem við búum til. En, ef ekki á Eurovision kvöldi, hvenær er þá tilefni til að hræra sér kokteil?! 🙂

20130519-120713.jpg

Sex on the beach er einn af þeim sem eru í algjöru uppáhaldi hjá mér, enda elska ég allt með ferskjubragði! Svo er þessi líka svo einfaldur, maður þarf ekki einu sinni hristara 🙂

Sex on the Beach

30 ml vodki
15 ml ferskjusnapps
Nokkrir klakar
Appelsínusafi
Trönuberjasafi

Setjið nokkra ísmola í hátt glas og mælið áfengið yfir. Hellið appelsínusafa yfir þar til glasið er hálffullt, og fyllið það svo varlega með trönuberjasafanum. Skreytið að vild 🙂

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s