Pizzabotn

Nú gerði ég í mörg ár pizzabotninn sem hét „pizza 67 botninn“ eða „pizza hut botninn“ – hann dró allavega nafn sitt af pizzastað. Hann var ágætur, en við fengum eiginlega leið á honum, og fórum bara að kaupa okkur tilbúnu útflöttu innfluttu botnana. Mér fannst þeir aldrei neitt spes, en þetta var mjög fljótleg og einföld leið til að gera ágætis pizzu. Mér fannst ég samt alltaf verða rosalega þyrst af þessum botni og var komin með hundleið á honum.

Þá rakst ég á prima uppskrift á netinu, og ákvað um leið að það væri kominn tími til að hætta að kaupa innflutt deig sem mér þykir ekkert gott. Ég henti í eitt deig eftir hennar uppskrift, og ég verð að segja það að þetta eru bara nýjar víddir í heimagerðri pizzu. Botninn verður svo léttur og flöffí og yndislega góður.

20130519-121133.jpg

Uppskriftin að pizzabotninum er fengin héðan. (Þessi mynd mun birtast aftur!)

Pizzabotn
1 bolli volgt vatn
2 og 1/4 tsk ger
1 msk sykur
2 tsk salt (eða hvítlaukssalt)
2 matskeiðar olía
3 bollar brauðhveiti (Kornax í bláu pokunum – ég hef samt aldrei þurft að nota nema svona 2-2,5 bolla)

Setjið vatnið, gerið og sykurinn í hrærivélarskál, leggið viskastykki yfir og látið standa í ca 10 mínútur eða þar til gerið er farið að freyða. Bætið olíunni, saltinu og helming af hveitinu saman við og hnoðið. Þegar hveitið hefur samlagast, bætið þá meira hveiti út í í smáskömmtum og hnoðið, þar til deigið er orðið laust frá hrærivélarskálinni og skilur ekki eftir sig deig á puttunum þegar það er snert. Þegar deigið hefur náð því stigi skuluð þið láta hrærivélina hnoða deigið í 6 mínútur. Þegar 6 mínútur eru liðnar skal setja deigið í olíuborna skál, og velta kúlunni svo það þorni ekki meðan það hefar sig. Látið svo standa á hlýjum stað í 1-2 klst.

Þetta deig dugar í mjög þykka og veglega ofnskúffupizzu, eða tvær minni.

Notið það álegg sem hugurinn girnist, og bakið við 200° í ca 15-20 mín.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

3var við Pizzabotn

  1. Bakvísun: Kjötveisla | Tilraunaeldhúsið

  2. Bakvísun: Stromboli | Tilraunaeldhúsið

  3. Bakvísun: Heilhveitipizzabotn | Tilraunaeldhúsið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s