Allskonar-möffins

Þessi uppskrift að möffins er frábær að því leytinu að það er hægt að setja hvað sem er út í deigið. Þetta er bara svona grunnuppskrift og svo geturðu bara leyft huganum að reika, og sett út í annað hvort það sem þig langar eða það sem þú átt til!

20130401-181158.jpg

Ég hef gert þessar með brytjuðum fílakarmellum, marsi, núggati, daim, súkkulaðiperlum og karamellusúkkulaði (sko, einu í einu, ekki öllu í einu!). Svo hef ég líka bara gert þær með engu í, og sett bara krem á þær. Þær eru bara góðar hvernig sem þær koma fyrir. (Uppskriftina fékk ég hjá bekkjarsystur minni í Háskólanum)

Allskonar möffins
2 bollar hveiti
1 bolli sykur
110 gr smjörlíki
2 egg
½ tsk salt
Vanilludropar
½ tsk lyftiduft
½ tsk natron
1 dós karmellujógúrt eða kaffijógúrt
Þynna með mjólk

Hrærið saman sykur og smjör og bætið eggjunum út í einu í einu og hrærið vel á milli. Bætið rest út í, nema mjólk og þynnið svo með mjólk (held ég sé að nota svona 1-2 dl). Bætið út í þeirri fyllingu sem ykkur líkar, gott er að miða við 200 gr – hvort sem það er þá helmingur ber og helmingur súkkulaði eða allt súkkulaði eða allt ber 🙂

Skiptið í möffinsform, ég set pappa möffinsform í svona sílíkon möffinsform (til að halda vel við, svo þær lyfti sér upp og verði alveg rosalega bústnar). Bakið við 180° í ca 20 mín, eða þar til gullnar og tannstöngli sem er stungið í þær kemur hreinn út.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s