Kókosmarengs

Við erum mikið marengsfólk í minni fjölskyldu, og ekki skemmir fyrir ef það er kókos með í jöfnunni! Þessi terta er gersamlega ómótstæðileg!

20130414-202140.jpg

Uppskriftin er fengin héðan – og ég er svo hamingjusöm með hana!

Marengs
4 eggjahvítur
200 gr sykur
4 dl rice krispies
1 dl kókos
1 tsk lyftiduft

Krem
3 eggjarauður
30 gr suðusúkkulaði
1 rúlla rolo súkkulaði
50 gr flórsykur

Fylling
2,5 dl rjómi
3 kókosbollur

Þeytum eggjahvíturnar þar til þær mynda stífa toppa og bætum sykrinum hægt og rólega út í meðan við þeytum áfram. (Hér eru nákvæmari lýsingar) Þegar sykurinn hefur leyst upp (eða svo gott sem) þá bætum við rice krispiesinu, kókosinum og lyftiduftinu varlega saman við með sleif.

Skiptum í 2 álpappírshúðuð 24 cm form, eða teiknum tvo 24 cm hringi á smjörpappír og skiptum deiginu (ef þið notið seinni aðferðina, passið að dreifa deiginu ekki alveg út að línunum, afþví marengs þenst aðeins út við bakstur).

Bakið í 1 klst við 130°. Látið kólna í formunum (eða á plötunni).

Þeytið rjómann og setjið kókosbollurnar út í hann og kremjið með sleif. Smyrjið á annan botninn og setjið hinn ofan á.

Brærðið suðusúkkulaði og rolo saman (í örbylgjuofni, yfir vatnsbaði eða hvernig sem ykkur hentar). Á meðan þeytið þið saman eggjarauður og flórsykur, og bætið svo súkkulaðileðjunni saman við. Ef ykkur þykir kremið of þunnt getið þið bætt í það meiri flórsykri, en ég vil hafa það frekar þunnt. Hellið yfir kökuna og skreytið með kókos.

Geymið í ísskáp í nokkra klukkutíma (helst yfir nótt) áður en þið ráðist á dýrindið 🙂

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s