Kókostoppar

Þessir eiga víst að vera jólakökur… en þeir eru bara svo góðir! Fann einn poka af þeim í frystikistunni um daginn síðan um jólin og ómæ, þeir eru svo góðir.

Kókostoppar
3 stk egg
225 g sykur
300 g kókosmjöl
150 g suðusúkkulaði

Egg og sykur hrært vel saman, kókosmjöli og súkkulaði blandað saman við. Bakað við 150° í ca 20 mín, kældir og botninum dýft í bráðið súkkulaði. Mér finnst best að dýfa þeim í súkkulaði og skella þeim svo á bökunarplötu með smjörpappír og skella þeim út á svalir í smá stund (þ.e. þegar ég baka þá fyrir jólin. Ef ég baka þá á öðrum árstíma að setja þá á glerdisk (með smjörpappír) eða bakka og í ísskáp í smá stund). Svo set ég þá í poka eða dall og í frost.

Best að taka þá úr frosti nokkrum mínútum áður en þeir eru bornir fram. Nýkomnir úr frosti eru þeir rosa harðir (mm.. mér finnst þeir bestir þannig) en þeir mýkjast aðeins upp þegar þeir hlýna. Þeir eiga samt að vera stökkir!

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s