Marengsskálar

Ég fékk góða gesti um helgina, og þá varð bara að skella í einhvern djúsí eftirrétt.

20130512-095144.jpg

Marengsskálar (fyrir 4)
3 eggjahvítur
150 gr sykur

Fylling
3,5 dl rjómi
2 mars súkkulaðistykki
1-2 kitkat súkkulaðistykki
ca 10 frosin jarðarber
8 fersk jarðarber

Marengsskálar: þeytið eggjahvíturnar þar til stífar, og mynda toppa. Bætið sykrinum rólega út í og þeytið þar til (nánast) uppleystur.

Myndið stórar kúlur á bökunarplötu og notið svo skeið til að þrýsta niður í miðjuna svo myndist einskonar skál. Ég fékk 7 skálar út úr marengsuppskriftinni, en þær hefðu vel mátt vera töluvert minni.

Fyllingin: Látið frosnu jarðarberin þiðna í skál og maukið svo (ég kaus að gera það með töfrasprota). Þeytið 2,5 dl af rjómanum og bætið svo jarðarberjamaukinu saman við og hrærið varlega. Skiptið blöndunni í marengsskálarnar (ég setti í 4 skálar, afþví við vorum 4) . Látið standa í kæli í nokkra klukkutíma, eða yfir nótt. Skálarnar stóðu í 12 tíma hjá mér, og hefðu alveg borið það að standa lengur.

Rétt áður en bera á fram er kitkat skorið niður, mörsin brædd í potti með restinni af rjómanum þar til myndast hefur sósa. Setjið á hverja marengsskál 2 fersk jarðarber, slatta af brytjuðu kitkat og hellið marssósu yfir. Berið fram og njótið!

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s