BBQ bringur

Þessi uppskrift er eflaust til á mörgum heimilum, en ég hafði ekki smakkað hana þegar ég kynntist manninum mínum. Og hún varð sko alveg uppáhalds um leið. Svo mikið uppáhalds að við elduðum hana mjööög oft á tímabili. Og svo fór hún í frí. En það er búið 🙂

20130504-112710.jpg

BBQ kjúklingabringur
2 dl BBQ sósa (Ég nota Hunt’s original)
2 msk rúmar rifsberjahlaup
0,5 dl soyasósa
2 msk púðursykur
3-4 kjúklingabringur (eða kjúklingur að eigin vali)

Blandið fyrstu 4 atriðunum saman í pott og hitið þar til sykurinn og hlaupið hafa bráðnað. Smakkið til, og bætið meiri sætu ef þarf. Setjið bringurnar í eldfast mót og hellið sósunni yfir, gott er að lyfta bringunum aðeins svo sósan komist undir þær líka.

Bakið við 180° í 30-40 mínútur, eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Berist fram með hrísgrjónum, salati, maís og hverju því sem hugurinn girnist.

Ég hef líka skorið bringurnar niður í gúllasbita áður en ég set þær í sósuna, og það kemur líka mjög vel út!

Verði  ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s