Kreóla fiskur

Ég hef sagt áður, þegar ég póstaði Kreóla kryddblöndunni, að ég fékk um daginn kreóla kryddaðan fisk og varð yfir mig ástfangin. Nú er ég að reyna að endurskapa dýrindið, og þessi, hann var býsna góður, en mun sterkari en sá sem ég fékk um daginn.

20130504-112807.jpg

Þessi fiskur var alveg voðalega bragðgóður, en ég mæli samt með að draga úr Cayanne piparnum í kryddblöndunni ef þið ætlið að gera fiskinn.

Kreóla fiskur
800 gr ýsa/þorskur eða hvaða fiskur sem er
3 msk kreóla kryddblanda
ca hálfur desilíter olía

Þerrið fiskinn með bréfi og leggið í box eða skál. Dreifið olíunni og kryddblöndunni yfir, og veltið fisknum vel upp úr henni. Lokið og komið fyrir í kæli í a.m.k. klukkustund (minn lá í einhverja 4-5 tíma).

Takið fiskinn og látið mestu marineringuna leka af honum, leggið stykkin á bökunarplötu og bakið á 160° í ca 15 mínútur, eða þar til fiskurinn er hvítur í gegn.

Berið fram t.d. með kúskús eða hrísgrjónum og jógúrtsósu.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s