Súkkulaðikaka með fljótandi miðju

Það mesta og besta. Ótrúlega auðveld, og hellingur af rjóma og vanilluís gerir þessa að frábærum eftirrétti.

20120823-210142.jpg

Uppskriftin kemur héðan, og er sko maaargprófuð!

Súkkulaðikökur með fljótandi miðju (4 stk)
120 gr dökkt súkkulaði (gjarnan 56%, eða 56% og suðu)
55 gr smjörlíki
120 gr flórsykur
2 egg
2 eggjarauður
45 gr hveiti
1/4 tsk salt

Bræðið súkkulaðið og smjörið saman yfir vægum hita og bætið svo flórsykrinum út í. Eggin og eggjarauðurnar fara svo saman við eitt af öðru, og hrært vel á milli svo hvert egg/eggjarauða samlagist deiginu. Í lokin hrærum við hveiti og salti varlega í deigið.

Þessari blöndu er svo skipt í 4 lítil form (ramekins), og bakað við 220° í 13-14 mínútur. Látið standa í 2-3 mínútur áður en kökurnar eru losaðar frá hliðunum með hníf, og látnar á hvolf á disk – bornar fram með ís eða rjóma (eða bæði) og jafnvel berjum eða hverju því sem hugurinn girnist.

Það er ekkert mál að geyma kökurnar óbakaðar í ísskáp, þess vegna yfir nótt en þá þarf að baka þær aðeins lengur, bæta 1-2 mínútum við baksturstímann.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s