Bananabitar

Ég kaupi mikið af banönum. Stundum borðast þeir upp til agna, en stundum ekki. Og þá verða þeir brúnir. Við erum búin að borða töluvert mikið af bananabrauði síðustu mánuði, þannig nú var komið að því að gera annars konar tilraun með ofþroskaða banana.

20130414-201916.jpg

Uppskriftin er fengin héðan.

Bananabitar
115 gr smjörlíki
200 gr sykur
1 egg
1 tsk vanilludropar
3 miðlungs bananar, stappaðir
180 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk natron
0,5 tsk salt
40 gr kakó

Hrærið smjörlíki og sykur þar til ljóst og létt. Bætið við egginu og vanilludropunum og hrærið áfram. Bætið stöppuðu banönunum í blönduna (Ég kýs að nota töfrasprotann á bananana, afþví mér leiðist að stappa þá með gaffli) og hrærið.

Í annarri skál, blandið saman hveiti, lyftidufti, natroni og salti. Bætið því út í blönduna og hrærið vel.

Skiptið deiginu í tvennt og bætið kakóinu í annan hlutann. Skerið út smjörpappír sem passar í botninn á 22x32cm (9×13 tommu) formi og smyrjið formið og smjörpappírinn. Hellið kakódeiginu í botninn og dreifið vel úr, hellið svo ljósa deiginu yfir og dreifið.

Bakið við 175° í ca 25 mínútur, og skerið í ferhyrninga.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

2var við Bananabitar

  1. Arndís sagði:

    Mmmm girnó! 🙂 Varstu ánægð með þetta?

  2. tilraunaeldhusid sagði:

    Já, mér fannst þetta býsna gott. Reyndar, þá var þetta svona svampkennt, eins og mér finnst gerast með bakkelsi með banönum í. A.m.k. finnst mér bananabrauð alltaf vera pínu svampkennd 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s