Kjúklingur í grænu karrí

Þennan kjúklingarétt eldaði ég í kvöld og ég er svoleiðis agndofa! Í fyrsta lagi var hann alveg ótrúlega einfaldur, og í öðru lagi svo yndislega bragðgóður. Mér þótti alveg rosalega leiðinlegt þegar ég var orðin södd, að geta ekki borðað meir!

20130505-190933.jpg

Uppskriftin var fengin héðan, en örlítið stílfærð. Þetta magn dugði fínt fyrir okkur 2 og fyrir manninn minn í nesti. Þetta er ekki beint krakkavænn réttur – stelpurnar okkar fengu pasta 🙂

Kjúklingur í grænu karrí
3 kjúklingabringur
ca hálf krukka Thai Choice green curry paste (2 kúfaðar teskeiðar – sko, kúfaðar)
400 ml kókosmjólk (1 stór dós)
hálf paprika
2 msk fiskisósa (Fish sauce)
Slatti af fersku brytjuðu kóríander (ca 2 msk smátt brytjaðar)
olía

Ég tók bringurnar og skar þær í þunnar sneiðar og steikti þær á pönnu upp úr smá olíu. Þegar þær voru eldaðar í gegn setti ég þær til hliðar og bætti meiri olíu á pönnuna (ca 2 msk) og steikti græna karrí maukið á pönnunni í ca 2 mínútur. Síðan bætti ég kókosmjólkinni út á og lét bulla í ca 5 mínútur.

Þegar sósan var búin að sjóða setti ég kjúklinginn aftur út í, og fiskisósuna. Þetta bullaði í svona tíu mínútur áður en paprikurnar fóru út í, til að vera á pönnunni síðustu fimm mínúturnar. Rétt áður en ég bar réttinn fram setti ég kóríanderið út á og hrærði.

Þetta bar ég fram með brúnum grjónum. Þetta er alveg rosalega sterkt með þessu magni af karrímauki (kannski minnka aðeins næst?), og því mæli ég með að hafa brauð við hendina eða jafnvel maís til að slökkva hitann í munninnum. Rétturinn er samt alveg rosalega bragðgóður, og mér þykir enn leiðinlegt að vera södd!

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s