Hrísgrjón með reyktri papriku, sveppum og chili

Gerði þessi hrísgrjón með kjúkling um daginn, og við vorum býsna hrifin!

20130428-195932.jpg

Uppskriftin kemur héðan, en er aðeins breytt.

Hrísgrjón með reyktri papriku, sveppum og chili
3/4 bolli brún hrísgrjón
6 sveppir
1 msk smjör
1 lítið lárviðarlauf
1/2 tsk reykt paprikuduft
2 bollar vatn
3/4 teningur af kjúklingakrafti
Salt
Svartur pipar
Chili flögur, eftir smekk (ég setti innan við 1/4 tsk og það varð frekar sterkt. En ég er svosem með mjög sterkt chili sem ég keypti á Indlandi)

Setjið allt í pott nema hrísgrjónin og látið suðuna koma upp, látið sjóða í 2-3 mínútur, meðan þið skolið hrísgrjónin og bætið þeim svo út í. Látið sjóða í 20-25 mínútur, eða þar til grjónin eru orðin vel mjúk. Best er að hræra ekki í grjónunum meðan þau eldast, heldur láta þau bara vera.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s