Frosting

Mér finnst frosting alveg yndislegt krem. Misjafn er smekkur manna, en mér finnst það geggjað og þessvegna ákvað ég að nota það á afmælisköku dóttur minnar í síðasta mánuði, í staðinn fyrir venjulegt smjörkrem, en ég er ekkert yfir mig hrifin af því.

20130414-202305.jpg

Frosting er heldur ekkert svo flókið í framkvæmd, það þarf bara pínu þolinmæði. Ég notaði þessa uppskrift að kökunni sjálfri.

Frosting
260 gr sykur
3/4 dl vatn
2 eggjahvítur
matarlitur/bragðdropar

Setjið sykur og vatn í pott og hitið. Setjið eggjahvítur í skál og þeytið þar til stífþeyttar. Látið sykurvatnið sjóða í örskamma stund og hellið því svo saman við eggjahvíturnar í mjórri bunu meðan hrærivélin er í gangi. Haldið áfram að þeyta þar til kremið er orðið kalt. Bætið við matarlit að vild eða bragðdropum, t.d. piparmyntu eða vanillu. Ég hafði enga bragðdropa í þetta skiptið en setti nokkra dropa af rauðum matarlit til að ná fram bleiku kremi.

Þessi uppskrift dugði á til að hylja 22×32 cm köku alveg, og það býsna þykkt, en kremið var ca 1 cm þykkt, þar sem kakan var rosalega þykk. Og, það var afgangur.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Frosting

  1. Bakvísun: Piparmyntusúkkulaðikaka | Tilraunaeldhúsið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s