Múslí

Ég sá þessa uppskrift að alveg ótrúlega beisik múslí á netinu og ég varð að prófa. Við borðum töluvert múslí og mér finnst þau mörg hver of sæt, eða með of stórum hnetum – eða rúsínum. Ég þoli ekki rúsínur í matnum mínum!

20130427-194139.jpg

Ég semsagt ákvað að prófa þessa beisik uppskrift og geta þá með tíð og tíma breytt henni til samræmis við okkar smekk. Út úr þessu kom alveg virkilega gott múslí, en ég gæti trúað að ég hefði það aðeins sætara næst. Hinn gullni meðalvegur er vandrataður!

Uppskriftina fékk ég héðan.

Múslí
1/4 bolli eplamauk (ég keypti bara Euroshopper applesauce í Bónus)
1/8 bolli púðursykur
0,5 msk hunang
0,5 msk ólífuolía
smá salt
2 bollar haframjöl (ég hafði aðeins tæplega)
0,5 tsk kanill
Blandið öllu nema höfrunum og kanilnum saman í potti og hitið aðeins þar til hefur samlagast vel. Setjið hafrana og kanilinn út í og hrærið vel, þar til hafrarnir hafa blotnað og allur vökvinn hefur verið þurrkaður upp.

Dreifið þessu á bökunarplötu og bakið við 150° í ca 50 mínútur, en takið plötuna nokkrum sinnum út til að velta litlu greyjunum.

Ilmurinn sem lék um húsið var alveg ótrúlega góður – epli og kanill. Og, ef ég hefði leyft þeim að vera í aðeins stærri klumpum, þá væri þetta geggjað snarl yfir sjónvarpinu!

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s