Súkkulaðikaka

Vá, þessi er ótrúlega góð. Mig vantað einhverja góða súkkulaðiköku sem ég gæti notað sem afmælisköku, sem við skárum svo í laginu eins og kórónu og settum bleikt krem á 🙂 Stór kóróna fyrir litla prinsessu!

Það kemur mynd af kökunni í heild sinni þegar ég pósta uppskriftinni að kreminu, en þar sést ekkert í kökuna sjálfa. Ó svo mjúk og svo góð!

20130414-203249.jpg

Fyrir svona súkkulaðisjúkling eins og mig, er þessi kaka algjört himnaríki. Meira að segja á fimmta degi var hún ennþá mjúk og yndisleg!

Það virðist hafa verið eitthvað þema fyrir afmælið að prófa uppskriftir frá Ljúfmeti og lekkerheit, en þetta er önnur kakan sem kom þaðan í afmælinu! Ég ákvað að baka hana í 22×32 cm forminu mínu (9×13 tommur) og ákvað að gera 3/4 uppskrift. Eftir á að hyggja hefði ég bara átt að gera hálfa, en þetta er uppskriftin sem ég fylgdi og gerir örugglega risavaxna hnallþóru. Ég get varla ímyndað mér hvað hún hlýtur að vera stór þessi kaka!

Mýksta súkkulaðikaka í heimi!
400 gr hveiti
440 gr sykur
1 msk natron
1/2 tsk salt
3/4 bolli kakó
220 gr bráðið smjörlíki (í upprunalegu uppskriftinni var talað um bragðdaufa olíu, en ég bara bjó ekki betur en svo að eiga bara EVOO sem er sko langt frá því að vera bragðdauf)
1 bolli mjólk (með einni msk af sítrónusafa)
2 egg
1 bolli sterkt kaffi
1 tsk vanilludropar

Byrjið á að setja eina matskeið af sítrónusafa í bollamál og fylla upp með mjólk. Það fær mjólkina til að hlaupa og verða að því sem bandaríkjamenn kjósa að kalla „buttermilk“. Ekki voðalega geðslegt, en ég hef notast við álíka aðferð í mörg ár, en í súkkulaðibitakökunni minni (póstur um hana er á leiðinni!) er notað edik í staðinn fyrir sítrónusafa í mjólk. Eeeníveis, áfram með smjörið.

Hrærið saman þurrefnunum, og hellið svo brædda smjörlíkinu og sítrónusafamjólkinni saman við í mjórri bunu meðan hrærivélin er í gangi. Bætið svo eggjunum við öðru í einu, og svo kaffinu og vanilludropunum á eftir. Hrærið þar til hefur blandast vel.

Ég bakaði kökuna, eins og áður segir, í 22×32 cm formi, setti smjörpappír í botninn og spreyjaði vel með cooking spreyi. Þetta bakaði ég í ca 40 mín við 175°.

Á þessa köku setti ég svo frosting, afþví ég fékk einhverja svakalega löngun í súkkulaðiköku með frosting, og það hentaði vel til að lita bleikt á afmæliskökuna 🙂

Verði ykkur að góðu!

mmm… mig langar í svona köku.

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

2var við Súkkulaðikaka

  1. Bakvísun: Frosting | Tilraunaeldhúsið

  2. Bakvísun: Piparmyntusúkkulaðikaka | Tilraunaeldhúsið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s