Kaffi-brownies

Og svona líta kaffibrownies-in út þegar þau eru komin með kaffikremið sitt 🙂 Og, þau vöktu þvílíka lukku í afmælisveislunni, ég var beðin um uppskrift og þessir litlu ferhyrningar ruku út í afgangaveislunni í vinnunni daginn eftir 🙂

20130414-202336.jpg

Uppskriftinni að brownies-unum sjálfum póstaði ég hér. Uppskriftin er upphaflega fengin héðan.

Kaffikrem
2 msk rjómi
1 bolli flórsykur
2 tsk instantkaffi
70 gr smjör

Látið instantkaffið í skál með rjómanum og látið leysast upp. Á meðan hrærið þið saman flórsykrinum og smjörinu. Bætið svo rjómakaffinu út í og hrærið vel. Smakkið til, og bætið jafnvel aðeins meir af flórsykri í blönduna ef hún er of þunn.

Dreifið yfir kökuna þegar hún hefur kólnað og kælið, meðan þið útbúið efsta lagið.

Krem
115 gr 56% súkkulaði
50 gr suðusúkkulaði (eða 65 gr suðu og 100 gr 56% – ég bara notaði allt 56% sem ég átti)
2 dl rjómi

Hitið rjómann að suðu, og brjótið á meðan súkkulaðið í skál. Þegar rjóminn byrjar að sjóða hellið honum út á súkkulaðið og látið standa í ca 30 sek. Hrærið svo þar til blandan verður jöfn og slétt. Látið kólna þar til hefur þykknað nægilega til að það haldist á kökunni, hellið yfir hana, sléttið úr og kælið þar til kremið hefur stífnað. (Hún beið úti í snjóskafli yfir nótt hjá mér – varð sko ekki meint af!)

Skerið í ferhyrninga og berið fram 🙂 Ég skar 4×7 – og fékk þessvegna 28 litla ferhyrninga úr kökunni 🙂

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s