Brownies

Sumarið er komið. Eða svo segir dagatalið. Ég hef verið of löt að blogga um veitingarnar sem ég bauð upp á í afmæli dóttur minnar um daginn, en þar voru á borðum fleiri tegundir af góðgæti. Ókei, það urðu töluverðir afgangar, sem ég tók með mér í vinnuna, og fólk hélt ég væri eitthvað rugluð. En, hvað get ég sagt? Mér þykir gaman að baka.

Þannig næstu daga verða kökur örugglega í yfirgnæfandi meirihluta póstanna á síðunni 🙂

20130414-202714.jpg

Þessar brownies bakaði ég fyrir afmælið og þær eru mjög góðar. Sykursætar og „chewy“ og einfaldlega unaðslegar undir tönn.

Uppskriftin er fengin héðan. Uppskriftin er að brownie með tvöföldu lagi að kremi, en það vildi svo illa til að ég bakaði kökuna og botninn brotnaði hjá mér áður en mér tókst að koma á hann kreminu. Þannig við gátum smakkað kökuna eina og sér, og hún er nú bara alveg nógu geggjuð þannig! Volg brownie með kaldri mjólk – ég held ég gæti dáið sæl.

Ég ætla að pósta hérna uppskriftinni að kökunni sjálfri, uppskriftin að kökunni með kreminu kemur svo seinna.

Brownies
170 gr smjör
135 gr suðusúkkulaði
3 egg
300 gr sykur
1,5 tsk vanilludropar
130 gr hveiti
Tæp hálf tsk matarsódi

Bræðið saman smjör og súkkulaði. Látið kólna meðan þið hrærið saman eggjunum, sykrinum og vanilludropunum. Hrærið svo varlega súkkulaðinu út í. Hrærið matarsódann út í hveitið og bætið svo hveitiblöndunni út í deigið í skömmtum og hrærið varlega.

Ég setti þessa blöndu í form sem er 22×32 cm (9×13 tommur), en setti smjörpappír í botninn á forminu og spreyjaði svo vel af cooking spreyi í formið til þess að geta náð kökunni úr í heilu lagi. (Trúðu mér, ég gerði það ekki í fyrsta skiptið).

Kökuna bakaði ég við 175° í ca 30 mín og lét kólna áður en ég losaði hana úr forminu. Ég læddi sleikju meðfram köntunum á henni áður en ég hvolfdi henni úr og það gekk bara vel.

Verði ykkur að góðu!

 

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Brownies

  1. Bakvísun: Kaffi-brownies | Tilraunaeldhúsið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s