Quesadilla

Dóttir mín átti afmæli á dögunum og bað um að fá tortillur í kvöldmatinn. Við fullorðna fólkið erum eiginlega komin með leið á þessum hefðbundnu tortillum sem við gerum alltaf, þannig ég ákvað að skella í quesadillur fyrir okkur. Hafandi aldrei gert svoleiðis áður, verð ég að segja að þetta heppnaðist bara býsna vel!

20130416-195727.jpg

Quesadillur fyrir tvo
4 tortillur (ég nota alltaf corn eða heilhveiti)
Kjúklingur, afgangs kjúklingur eða 1 stór bringa
1/2 rauðlaukur
1/2 rauð paprika
Vænn biti af blaðlauk (6-8 cm kannski)
Salsasósa
Rjómaostur (ég notaði blöndu af hreinum og hvítlauks)>
Rifinn ostur
Rifinn mexíkó-ostur (ca 1/3 af ostinum)
Nachos
Taco krydd
(Auðvitað er hægt að nota hvaða grænmeti sem er, það sem þið eigið til eða það sem ykkur finnst gott)

Ég byrjaði á því að brytja grænmetið, frekar smátt, og kjúklinginn. Steikti svo grænmetið í smá stund upp úr smjöri, leyfði því aðeins að mýkjast. Steikti svo kjúklinginn upp úr smá olíu og kryddaði duglega með taco kryddi. Hrærði saman rjómaosti og salsa (nota ca 50 gr af rjómaosti og 70 gr af salsa). Reif niður mexíkóostinn.

Þegar allt var klárt, og komið í skálar til hliðar, þá setti ég ca 1/2-1 tsk af smjöri á pönnuna og dreifði vel úr. Setti svo eina tortillu á pönnuna, smurði með rjómaostasalsasósunni, stráði smá osti, dreifði helmingnum af grænmetinu yfir, og svo helmingnum af kjúklingnum. Þá fór slatti ostur í viðbót og helmingurinn af mexíkóostinum, önnur tortilla og þrýst saman. Þetta er látið steikjast í stutta stund, ca 2-3 mínútur á miðlungs hita. Þá er komið að því að ná tortillusamlokunni af pönnunni, ég tók hana af með spaða og lagði hana á skurðarbretti svo ég gæti sett aðeins meira smjör á pönnuna. Svo hvolfdi ég kökunni á pönnuna og leyfði henni að vera þar í 2-3 mínútur í viðbót.

Þegar ég var búin að endurtaka þetta við næstu samloku, skellti ég þessu á skurðarbretti og skar hvora quesadillu í 4 hluta, með pizzahníf og raðaði á disk. Yfir það lét ég smá salsa sósu, og stráði brotnum doritos ostaflögum.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Quesadilla

  1. Arndís sagði:

    Mér finnst Quesadilla einmitt svo fínar til að breyta til 🙂 Patrick gerir þetta held ég voða einfalt, steikir smátt skorinn kjúkling og lauk í pönnu upp úr salsa og rjóma eða rjómaosti, fyllir pönnukökurnar og dreifir osti yfir. Setur svo slatta af olíu í pönnuna og djúpsteikir þær 🙂 Það er sjúkt. Bara að passa að vera í síðerma peysu og að loka þeim mjög vel ef þú vildir prófa!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s