Heitur réttur m. beikoni, kjúkling og sveppum

En engin mynd! Djíís. Hann kláraðist í afmælisveislunni, og ég hafði ekki vit á því að mynda hann!

Ég ætla samt að gerast svo kræf að setja inn uppskirft að honum, svo ég gleymi ekki hvernig ég gerði hann.

Heitur réttur með beikoni, kjúkling og sveppum
120 gr majones
120 gr létt papriku smurostur
2 msk sætt sinnep
1 kjúklingabringa skorin og elduð
1 bréf af beikonkurli, steikt
Nokkrir sveppir
Mjólk
Rúllutertubrauð
Steikjum beikonkurlið á pönnu, og þegar það er byrjað að steikjast og fitan að brá af því, þá skellum við sveppunum út á pönnuna með því. Ég keypti heilan kaldan foreldaðan kjúkling í Bónus og reif af honum aðra bringuna í verkið (seinna notaði ég svo hluta af kjúklingnum í quesadillur og á enn smá afgang! Þetta er algjör snilld). Brytjaði hana frekar smátt. Í eina skál setti ég svo kjúklinginn, beikonið og sveppina. Í annarri skál hrærði ég saman majoinu, smurostinum og sinnepinu, og þynnti það aðeins með mjólk (á að giska 1/2 dl – en farið varlega). Þegar dressingin var klár hellti ég henni í slöttum út á fyllinguna og hrærði í.

Þessu smurði ég á rúllutertubrauð, rúllaði því upp, setti ost ofan á og í ofn í ca 20 mínútur við 180°c. Út kom mjög bragðgóður heitur réttur sem er skemmtileg tilbreyting frá þeim sem ég geri alltaf; með skinku og aspas.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s